Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Ágætu nemendur og forráðamenn

Nú fer fram tónfundavika hjá okkur. Tónfundirnir eru sem hér segir:    vetrarfri 2019

  • Norðlingaskóli (Glymur) þriðjudag 19.febrúar kl. 18.00
  • Selásskóli miðvikudag 20.febrúar kl. 18.00
  • Ingunnarskóli fimmtudag 21.febrúar  kl. 18.00

Allir velkomnir

Svo minnum við á vetrarfríin  í næstu viku - Mánudaginn 25.febrúar og þriðjudaginn 26.febrúar

Tónlistarskóli Árbæjar fylgir starfsáætlunum grunnskóla í Árbæjarhverfinu að svo miklu leyti sem það er mögulegt.   Starfsáætlun skólans er þannig byggð upp að nemendur munu ekki missa úr tíma, heldur lengist skólaárið um þennan dagafjölda.

Vinsamlegast látið skólann vita ef börn verða lengur frá vegna ferðalaga og þess háttar.  Það er von okkar að vetrarfríið reynist fjölskyldum kærkomið tækifæri til að njóta skemmtilegra samvista.

með góðri kveðju
Skólastjóri

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla!     

Kennslan hefst þann 3.janúar

Sjá starfsáætlun hér!

Ágætu tónleikagestir   arbaejarkirkja jol 663 600x336

Hægt er að nálgast efnisskrá tónleikanna hér: 

Tónleikar klukkan 11.00   EFNISSKRÁ

Tónleikar klukkan 12.30   EFNISSKRÁ

Tónleikar klukkan 14.00   EFNISSKRÁ

GÓÐA SKEMMTUN 

JÓLAFRÍ VIÐ TÓNLISTARSKÓLA ÁRBÆJAR HEFST FRÁ OG MEÐ FIMMTUDEGINUM 20.DESEMBER - KENNSLA HEFST AFTUR 3.JANÚAR

SKOÐIРSTARFSÁÆTLUN FYRIR MIKILVÆGAR DAGSETNINGAR

GLEÐILEG JÓL!

Jólatónleikarnir verða í  jolakulaÁrbæjarkirkju á laugardaginn 15.desember og  verða þrískiptir

  • klukkan 11.00
  • klukkan 12.30 
  • klukkan 14.00

Nemendur fá nákvæmari tímasetningar frá kennurum sínum.  Efnisskrár verða birtar hér á vefnum samdægurs. 

Kennt verður í vikunni á eftir jólatónleikunum 17. til 19. desember. Jólafríið hefst fimmtudaginn 20. desember 

Athugið að ekki spila allir nemendur á þessum tónleikum enda ekki rými til þess. Markmið skólans er að hver nemandi komi fram að minnsta kosti einu sinni til tvisvar á tónleikum á hverjum vetri. 

Allir velkomnir!

Skólastjóri

Ágæta foreldrar og forráðamenn   foreldrafundur

Í næstu viku 19. til 23.nóvember er svokölluð foreldravika í Tónlistarskóla Árbæjar. Því bjóðum þér/ykkur að koma í kennslutíma til nemandans, fylgjast með námsframvindu, spyrja spurninga og annað sem lýtur að námi nemandans. Gott er að hafa samband við kennara og láta vita af komu ykkar.

Það er markmið okkar hjá Tónlistarskóla Árbæjar að halda uppi góðu og ítarlegu sambandi við nemendur og forráðamenn um skólastarfið.
Eigir þú ekki heimangengt í næstu viku viljum við bjóða þér til foreldraviðtals síðar, á tíma sem ákvarðaður er af kennara og ykkur í sameiningu.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest!

skólastjóri 

Vel heppnuð tónleikavika í Tónlistarskóla Árbæjar        
Skemmtilegir tónleikar í Selásskóla þriðjudaginn 13.nóvember    selasskoli2
Norðlingaskóli 14.nóvember. Einbeittir hljóðfæraleikarar nordlingaskoli
 Ingunnarskóli 15.nóvember  - Þéttsetinn bekkurinn ingunnarskoli

   Fleiri myndir er að finna á Facebook síðu okkar 

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00