Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Fréttir

Nemendur úr Tónlistarskóla Árbæjar komu fram undir stjórn Sigmars Þórs Matthíassonar á degi félagsmiðstöðva í Holtinu í Norðlingaholti.

 Mikið hæfileikafólk á ferðinni og styst er frá því að segja að þeim var feikna vel tekið. 

Um var að ræða yngra og eldra samspil í Norðlingaskóla

 

 

 

 

yngra samspil

Nemendur og forráðamenn vinsamlegast athugið: 

Vetrarfrí verða við Tónlistarskóla Árbæjar fimmtudaginn 20. október, föstudaginn 21. október og mánudaginn 24.október.  Engin kennsla fer fram við skólann.


Tónlistarskóli Árbæjar fylgir starfsáætlunum grunnskóla í Árbæjarhverfinu að svo miklu leyti sem það er mögulegt.

Starfsáætlun skólans er þannig byggð upp að nemendur munu ekki missa úr tíma, heldur lengist skólaárið um þennan dagafjölda.    vetrarfri


Vinsamlegast látið skólann vita ef börn verða lengur frá vegna ferðalaga og þess háttar.

Það er von okkar að vetrarfríið reynist fjölskyldum kærkomið tækifæri til að njóta skemmtilegra samvista.

með góðri kveðju

Skólastjóri 

Langar þig að spila í hljómsveit? Syngja, spila á gítar, hljómborð, bassa eða trommur? Önnur hljóðfæri eru að sjálfsögðu líka velkomin.

Tónlistarskóli Árbæjar, í samstarfi við Félagsmiðstöðina Holtið í Norðlingaholti, mun standa fyrir hljómsveitastarfi í Mest húsinu í vetur.

Engrar fyrri reynslu af hljómsveitarspili er krafist en þó er æskilegt að þátttakendur hafi minniháttar hljóðfærakunnáttu. Á haustönn 2016 munu hljómsveitaræfingar (1 klst.) fara fram á föstudögumHljomsveit i holtinu á milli kl. 14 og 17 - fjöldi hópa fer eftir skráningu. Umsjónarmaður hljómsveita verður bassaleikarinn Sigmar Þór Matthíasson. Sigmar býr yfir margra ára reynslu af samspilskennslu og hljómsveitastarfi. Auk þess munu sérhæfðir söng- og hljóðfærakennarar líta inn á æfingar til leiðbeinslu. 

Umsóknir sendist á tölvupósti á This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Þar skal koma fram nafn, kennitala og bekkur nemanda. Frístundakort Reykjavíkurborgar má nota til greiðslu þáttökugjalda. Upplýsingar um verð og aðra tilhögun má finna á heimasíðu Tónlistarskóla Árbæjar. Birt með fyrirvara um þáttöku.

Nú er skólastarfið að hefjast hjá okkur í Tónlistarskóla Árbæjar. Til okkar eru komnir tveir nýir kennarar þeir Una Stefánsdóttir flautu - píanóleikari og söngkona og Gunnar Leó Pálsson trommuleikari og bjóðum við þá velkomin til starfa. Einnig kemur Guðbjörg Ragnarsdóttir aftur til starfa eftir árs leyfi, og bjóðum við hana einnig velkomna aftur til starfa.

Margt spennandi er á döfinni hjá okkur og ýmsar nýjungar.

Hér eru nokkrar hagnýtar upplýsingar um næstu daga í skólastarfinu.

Móttökudagar

Móttökudagar verða í næstu viku og munu þeir eiga sér stað á Krókhálsi 5 (og 5a) 3h. Athugið að lyfta er í Krókhálsi 5a.
Kennarar munu hafa samband í þessari viku upp á nánari tímasetningar.
Móttökudagar verða á þessum dögum:

Miðvikudagur 24.ágúst:

Með áherslu á nemendur í Ingunnarskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
Tími: 14.00 til 18.30

Fimmtudagur 25.ágúst

Með áherslu á nemendur í Norðlingaskóla. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun.
Tími: 14.00 til 18.30

Föstutudagur 26.ágúst

Með áherslu á nemendur í Selásskóla og Krókhálsi. Staðsetning: Krókhálsi 5 (og 5a) - Nemendur hitti kennara sinn með stundartöflu og gangi frá innritun. Tími: 14.00 til 18.30

Vonum að allir komin endurnýjaðir til baka úr sumarfríinu. Skrifstofan opnar mánudaginn 15.ágúst kl. 14.00    cartoon kids music

Kennslan hefst svo mánudaginn 29. ágúst. Sjá starfsáætlun skólans hér

Minnum á nýjungarnar í skólastarfinu í vetur:

Ukulele - Bjóðum upp á nám á hið vinsæla hljóðfæri Ukulele sem hentar afar vel til kennslu á öllum aldri.

Tölvutónlist - Hvernig skapa má tónlist með tölvu - Kennt á tölvuna sem um hljóðfæri væri að ræða. Notaður hugbúnaður til tónlistarsköpunar.

Fornám á píanó og gítar.

Litlir hóptímar sérlega hentugir nemendum sem vilja kynnast hljóðfæranámi og vita hvort að það sé fyrir þá eður ei. Áður kennt sem píanónámskeið og gítarnámskeið en er nú hluti af námi við Tónlistarskóla Árbæjar. Notast er við speglaða kennslu (flipped classroom) þar sem nemendur hafa aðgang að kennslumyndböndum til að læra lögin heima. Kennsla fer fram að mestu rétt eftir skóla.

Söngur og Gítar/Píanó.

Mikil ánægja hefur verið með þessa braut (aðeins heilt nám) þar sem markmið kennslunnar er að nemandi geti leikið undir eigin söng. Námið er hugsað sem samþætting þessarra tvegjja þátta.

 

Lokað á skrifstofu Tónlistarskóla Árbæjar vegna sumarleyfa.  Hægt er að  hafa samband um tölvupóst hér     Sumir komnir í sumarfrí

 

Sjá nánar um starfsáætlun hér

 

 

Gleðilegt sumar - Sjáumst í haust

 

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00