Tónlistarskóli Árbæjar - Í þínu hverfi

Krókhálsi - Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla -

Gítar - Söngur - Bassi

image
Gítar
Söngur/Hljóðfæri

Þverflauta - Saxófónn

Píanó og hljómborð

image
Píanónám
Allir geta lært á píanó! Meira...

Hljómsveitir og samspil

image
Spila
Fjöldi ólíkra samspilshópa ...

Tónlist og tölvur

image
Tækni
Raftónlistarnámskeið

Ágætu nemendur og forráðamann

Þökkum ánægjulegt samstarf á árinu og sendum hér með slóð inn á Facebook síðu okkar. Þar má finna nokkrar myndir af þessum ágætu listamönnum sem stigu þar á svið og stóðu sig með ágætum. 
Allar upplýsingar um námsframvindu, einkunnir, mætingar, skólagjöld og fleira má finna á MÍNAR SÍÐUR hér á heimasíðunni. 

Þó nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði okkar. Kristján Guðmundsson kennari við skólann frá upphafi lætur af störfum vegna aldurs og þökkum við honum góð störf. Einnig lætur Ingvar Alfreðsson, Steinþór Gíslason, Una Stefánsdóttir  og Sigmar Þór Matthíasson af störfum og Finnur Sveinbjarnarson fer í árs námsleyfi.  Þökkum við vel unnin störf og óskum þeim góðs gengis í framtíðinni. 
Nýir kennarar hafa verið ráðnir og munu upplýsingar um þá birtast á heimsíðunni á næstu dögum. 

Bendum á starfsáætlun skólans fyrir frekari upplýsingar um skólastarfið næstkomandi haust.  Hér er hlekkur  starfsáætlun skólans.    

Þó nokkrir nemendur tóku grunnpróf og miðpróf sem er eins konar ,,samræmt" próf í tónlist á vegum prófanefndar tónlistarskólanna. Nemendur Tónlistarskóla Árbæjar stóðust prófið með ágætum. 

Tónlistarskóli Árbæjar kennir nú inni í eftirfarandi grunnskólum: 
Ingunnarskóla - Norðlingaskóla - Selásskóla - Ártúnsskóla sem og í húsnæði okkar að Krókhálsi 5. 

Mikil eftirspurn hefur verið eftir því að skólinn kenni víðar og munum við reyna að bregðast við þeim óskum eins og hægt er. 

Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 1.júní og opnar að nýju um miðjan ágúst.  Hægt er að senda okkur tölvupóst í sumar. 

Með ósk um gott og gleðilegt sumar! 

Sjáumst í haust 😊

Kennarar og starfsfólk Tónlistarskóla Árbæjar

587-1664

tonarb@tonarb.net

Heimilisfang

KRÓKHÁLS 5 og 5a
KRÓKHÁLSI 5 OG 5A
110 REYKJAVÍK
110 REYKJAVÍK

Skrifstofa

Mánudag til föstudags
MÁNUDAG - FIMMTUDAGS
09:00 - 17:00 (GMT 0)
14.00 - 16:00